Starfsemi
Hlutverk Geislavarna er skilgreint í lögum nr. 44/2002. Stofnunin hefur það hlutverk að annast öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum.
Starfsemi Geislavarna er skilgreind í 5. gr. laga nr. 44/2002 með síðari breytingum.
Geislavarnir ríkisins heyrir undir Heilbrigðisráðuneytið.
Kynning á starfsemi Geislavarna ríkisins í Landanum 2018
Opnunartími:
Afgreiðsla Geislavarna er opin alla virka daga frá klukkan 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00. Í neyðartilfellum hafið samband við 112.
Geislavarnir ríkisins eru til húsa á 4. hæð að Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík.
Stofnunin hvetur gesti til að nýta umhverfisvæna samgöngumáta svo sem hjólreiðar og göngu. Hjólastæði má finna í undirgöngum við Laugaveg 118, til móts við Hlemm. Stofunin liggur einkar vel við almenningssamgöngum, en að Hlemmi ganga leiðir 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Frá Hlemmi að inngangi stofnunarinnar eru um 50 m. Fyrir einkabíla má finna gjaldskyld bílastæði í nágrenninu.
Geislavarnir taka alltaf á móti rafrænum erindum á netfangið gr@gr.is. Reynt er að svara öllum erindum innan 14 daga.