Starfsemi

Hlutverk Geislavarna er skilgreint í lögum nr. 44/2002. Stofnunin hefur það hlutverk að annast öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum.

Starfsemi Geislavarna er skilgreind í 5. gr. laga nr. 44/2002 með síðari breytingum.

Kynning á starfsemi Geislavarna ríkisins í Landanum 2018

Opnunartími:

Afgreiðsla Geislavarna er opin alla virka daga frá klukkan 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00.

Í neyðartilfellum hafið samband við 112.

Geislavarnir taka alltaf á móti rafrænum erindum á netfangið gr@gr.is. Reynt er að svara öllum erindum innan 14 daga.

Stofnunin annast:

 • Eftirlit og umsjón með að lögum þessum og reglugerðum og reglum settum samkvæmt þeim sé fylgt.
 • Hvers konar eftirlit og athuganir sem nauðsynlegar eru samkvæmt lögum þessum og reglugerðum eða reglum settum samkvæmt þeim.
 • Eftirlit með geislaálagi starfsmanna vegna jónandi geislunar og halda skrá yfir niðurstöður einstaklingsbundins eftirlits fyrir hvern einstakan starfsmann.
 • Reglubundið mat á heildargeislaálagi almennings af starfsemi sem lög þessi taka til.
 • Reglubundið mat á geislaálagi sjúklinga af læknisfræðilegri geislun hérlendis.
 • Vöktun og rannsóknir á geislavirkum efnum í matvælum og umhverfi.
 • Fræðslu um geislavarnir fyrir starfsfólk er vinnur við geislun jafnframt því að miðla upplýsingum til almennings og fjölmiðla.
 • Rannsóknir á sviði geislavarna.
 • Geislunarlegan þátt viðbúnaðar við hvers kyns geislavá, m.a. greiningu á ógn af hennar völdum, samhæfingu viðbúnaðar við alþjóðleg viðmið, rekstur viðbúnaðar- og geislamælikerfa og annað því tengt.
 • Nauðsynlega mælifræði og varðveislu landsmæligrunna vegna notkunar jónandi geislunar á Íslandi.
 • Samvinnu við erlendar stofnanir á sviði geislavarna og kjarnorkumála.
 • Önnur atriði er lúta að framkvæmd laga þessara og önnur verkefni á sviði geislavarna eftir nánari ákvörðun ráðherra.