Starfsemi

Hlutverk Geislavarna er skilgreint í lögum nr. 44/2002. Stofnunin hefur það hlutverk að annast öryggisráðstafanir gegn geislun frá geislavirkum efnum og geislatækjum.

Starfsemi Geislavarna er skilgreind í 5. gr. laga nr. 44/2002 með síðari breytingum.

Geislavarnir ríkisins heyrir undir Heilbrigðisráðuneytið.

Kynning á starfsemi Geislavarna ríkisins í Landanum 2018

Opnunartími:

Afgreiðsla Geislavarna er opin alla virka daga frá klukkan 9:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00. Í neyðartilfellum hafið samband við 112.

Geislavarnir ríkisins eru til húsa á 4. hæð að Rauðarárstíg 10, 105 Reykjavík.

Stofnunin hvetur gesti til að nýta umhverfisvæna samgöngumáta svo sem hjólreiðar og göngu. Hjólastæði má finna í undirgöngum við Laugaveg 118, til móts við Hlemm. Stofunin liggur einkar vel við almenningssamgöngum, en að Hlemmi ganga leiðir 1, 2, 3, 4, 5, 6, 11, 12, 13, 14, 15, 16, 17 og 18. Frá Hlemmi að inngangi stofnunarinnar eru um 50 m. Fyrir einkabíla má finna gjaldskyld bílastæði í nágrenninu.

Geislavarnir taka alltaf á móti rafrænum erindum á netfangið gr@gr.is. Reynt er að svara öllum erindum innan 14 daga.

Stofnunin annast:

  • Eftirlit og umsjón með að lögum þessum og reglugerðum og reglum settum samkvæmt þeim sé fylgt.
  • Hvers konar eftirlit og athuganir sem nauðsynlegar eru samkvæmt lögum þessum og reglugerðum eða reglum settum samkvæmt þeim.
  • Eftirlit með geislaálagi starfsmanna vegna jónandi geislunar og halda skrá yfir niðurstöður einstaklingsbundins eftirlits fyrir hvern einstakan starfsmann.
  • Reglubundið mat á heildargeislaálagi almennings af starfsemi sem lög þessi taka til.
  • Reglubundið mat á geislaálagi sjúklinga af læknisfræðilegri geislun hérlendis.
  • Vöktun og rannsóknir á geislavirkum efnum í matvælum og umhverfi.
  • Fræðslu um geislavarnir fyrir starfsfólk er vinnur við geislun jafnframt því að miðla upplýsingum til almennings og fjölmiðla.
  • Rannsóknir á sviði geislavarna.
  • Geislunarlegan þátt viðbúnaðar við hvers kyns geislavá, m.a. greiningu á ógn af hennar völdum, samhæfingu viðbúnaðar við alþjóðleg viðmið, rekstur viðbúnaðar- og geislamælikerfa og annað því tengt.
  • Nauðsynlega mælifræði og varðveislu landsmæligrunna vegna notkunar jónandi geislunar á Íslandi.
  • Samvinnu við erlendar stofnanir á sviði geislavarna og kjarnorkumála.
  • Önnur atriði er lúta að framkvæmd laga þessara og önnur verkefni á sviði geislavarna eftir nánari ákvörðun ráðherra.