Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur birt á vef sínum nokkurs konar verkfærakistu fyrir geislavarnir í læknisfræði: Bonn Call for Action Implementation Toolkit

Í verkfærakistunni má finna hlekki á yfir eitt þúsund verkfæri til umbóta á sviði geislavarna, meðal annars vefnámskeið, leiðbeiningar og ýmsa gagnagrunna sem stofnanir hafa búið til með það að markmiði að bæta geislavarnir í læknisfræði.

Verkfærin eru flokkuð eftir gerð, efni, hverjum þau henta og tungumáli.

Verkfærakistan var búin til í framhaldi af alþjóðlegri ráðstefnu IAEA 2017 um geislavarnir í læknisfræði, en þar var rætt hvernig gengi að koma til móts við tíu aðgerðir sem settar voru fram undir nafninu Bonn Call for Action árið 2012.