captureÁ vef Geislavarna er fylgst með reiknuðum styrk útfjólublárrar geislunar yfir Reykjavík og Egilsstöðum (sjá uv.gr.is). Nú, þegar sól er tekin að lækka á lofti hefur UV-stuðullinn aðeins einu sinni farið í 6. Það gerðist 19. júní á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Sá dagur var ekki mjög sólríkur og líklega hafa fáir á Íslandi orðið varir við að geislunin væri sterkari en vanalega (UV-stuðull 5 er venjulegur).

Það sem helst veldur því að útfjölublá geislun er missterk, er þykkt ósónlagsins. Á meðfylgjandi mynd frá umhverfisstofnun Kanada sést með dökkgrænum lit að norðvestan við Ísland var lægð í ósón-laginu.  Áhrif þessarar lægðar virðast ekki hafa náð til Egilsstaða.

Þykkt ósónlags í heiminum þann 19. Júní 2015 (Environment Canada):

Þykkt ósónlags í heiminum þann 19. Júní 2015 (Environment Canada)

Þykkt ósónlags í heiminum þann 19. Júní 2015 (Environment Canada)