EAN – European ALARA Network (http://ean.cepn.asso.fr). Um er að ræða samstarfsnet hagsmunaaðila sem vinna við eða með jónandi geislun í Evrópu, bæði í læknisfræði, iðnaði og í kjarnorkuiðnaði. Netið er fjármagnað með rannsóknarstyrkjum frá Evrópusambandinu. Markmið þess er að stuðla að rannsóknum sem snúa að bestun í tengslum við geislaálag starfsmanna á öllum sviðun notkunar jónandi geislunar, með því að dreifinga upplýsinga um bestu vinnubrögð og aðferðir – “good practices”.

 

Árleg markmið EAN er að gefa út fréttarit a.m.k. einu sinni á ári (er á vefsíðunni) og skipuleggja vinnubúðir (workshop) þar sem fjallað er um tiltekna efnisflokka.

 

ALARA er skammstöfun fyrir “As Low As Reasonably Achievable”, sem er eitt af grunnhugtökum um geislavarnir og bestun (optimisation).

 

EAN er rekið af Kjarnorku rannsóknarmiðstöðinni CEPN í Frakklandi.