Geislavörnum ríkisins hafa borist ábendingar um notkun á svokölluðum leysihönskum. Leysihanskarnir sem stofnunin hefur fengið upplýsingar um eru með leysa í flokki 3B, eru því í hópi öflugra leysa og hafa nægilegt afl til að valda augnskaða með beinni geislun í auga og með endurvarpi af gljáandi fleti. Þeim mun aflmeiri sem leysirinn er, því meiri er áhættan. Leysar í þessum flokki eru hættulegir augum. Notkun öflugra leysa og leysibenda í flokki 3R, 3B og 4 er leyfisskyld og ber að tilkynna um innflutning leysibenda í þessum flokki.

Geislavarnir hvetja þá sem verða varir við notkun leysihanska til að tilkynna málið til stofnunarinnar.