Sjá ehf vann úttektina fyrir forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Alls tóku 246 stofnanir og sveitarfélög þátt í úttektinni. Niðurstöður úttektarinnar hafa verið teknar saman í skýrslu sem ber heitið Hvað er spunnið í opinbera vefi ? Skýrslan er aðgengileg á vef forsætisráðuneytisins (PDF – 4,7Mb). Þar er líka að finna síðu þar sem hægt er að bera saman niðurstöður úttektar fyrir hverjar tvær af þeim stofnunum sem tóku þátt í úttektinni.

Í frétt um niðurstöður úttektarinnar á vef forsætisráðuneytisins kemur fram að sex stofnanir bjóða upp á rafræna málsmeðferð. Fyrir hvern af þessum þremur þáttum sem skoðaðir voru, innihald, nytsemi og aðgengi, eru taldar upp þær stofnanir sem lentu í tíu efstu sætunum fyrir þessa þætti. Vefur Geislavarna var þannig bæði á lista yfir þær 10 stofnanir sem fengu hæstu einkunn fyrir nytsemi og fyrir aðgengi. Vefurinn er unninn í Eplica kerfi Hugsmiðjunnar, en þeir vefir komu almennt mjög vel út þegar aðgengi var skoðað. Sjá frétt frá Hugsmiðjunni.