Nýlega var haldið námskeið um geislavarnir fyrir ábyrgðarmenn og tæknimenn sem koma að notkun, uppsetningu og viðgerðum skermaðra röntgentækja við öryggisgæslu og í iðnaði.  Námskeiðið sóttu starfsmenn margra fyrirtækja sem nota röntgentæki en notkun þeirra fer nú vaxandi t.d. við gæðaeftirlit í matvælaiðnaði.

Efni námskeiðsins var meðal annars almenn kynning á uppbyggingu og notkun röntgentækja, almennur grunnur geislavarna og líffræðileg áhrif geislunar.  Tilgangur námskeiðsins var einnig að kynna ábyrgðarmönnum og tæknimönnum þær kröfur sem til þeirra eru gerðar í íslenskum lögum og reglugerðum.

Námskeið Geislavarna eru sniðin að þörfum notenda og eru áherslur mismunandi eftir því hvort um er að ræða röntgentæki eða geislavirk efni og einnig er mikill munur á notkun geislunar í iðnaði og læknisfræði, svo dæmi sé tekið.

Næsta námskeið á vegum Geislavarna er fyrir tæknimenn og ábyrgðarmenn vegna röntgentækja sem notuð eru í læknisfræði og verður haldið 2. apríl næstkomandi.  Nánari upplýsingar og skráning er hér.