Viðbúnaður Geislavarna byggist aðallega á
- Rauntímamælingum á geislun og geislavirkni. Þessar mælingar eru einnig studdar af vöktunarmælingum.
- Virkri upplýsingamiðlun milli Geislavarna og stofnana erlendis.
Ísland er þátttakandi í upplýsinganeti geislavarnastofnana á Norðurlöndum og við Eystrasalt. Auk þess hefur stofnunin aðgang að hnattrænu neti 80 mælistöðva, sem verið er að setja upp í því skyni að sannreyna að alþjóðasáttmála um allsherjarbann við kjarnorkutilraunum (Comprehensive Nuclear-Test-Ban Treaty, CTBT) sé framfylgt. Geislavarnir ríkisins starfrækja eina þessara mælistöðva.
Alþjóðlegar, svæðisbundnar og innlendar viðbúnaðaræfingar eru mikilvægur þáttur í starfsemi stofnunarinnar til að tryggja virka upplýsingamiðlun milli Geislavarna og stofnana erlendis og hérlendis.
Áhugaverðir tenglar