Þessar mælingar eru samstarfsverkefni Geislavarna ríkisins og Veðurstofu Íslands. Geislamælar hafa verið settir upp á 4 sjálfvirkum mælistöðvum Veðurstofunnar (Reykjavík, Bolungarvík, Raufarhöfn og Akurnesi). Línurit yfir styrk geislunarinnar eru birt á vefjum Geislavarna ríkisins (www.geislavarnir.is) og Veðurstofu Íslands (www.vedur.is), auk þess sem gögnin eru gerð aðgengileg erlendum samstarfsaðilum.
Línuritin sýna styrk geislunar undanfarna viku. Með því að smella á heiti mælistöðvar má fá nánari upplýsingar um mælingar á hverjum stað.

Sjá má línuritin með því að fara á heimasíðu Geislavarna ríkisins (www.geislavarnir.is) og smella á hnappinn lengst til hægri: Gammastöðvar.

Einnig má nota tengil beint á vefsíðuna:
https://www.gr.is/gammastodvar/