Viðbúnaður

Í lögum um geislavarnir segir m.a. að Geislavarnir ríkisins skuli annast „geislunarlegan þátt viðbúnaðar við hvers kyns geislavá, m.a. greiningu á ógn af hennar völdum, samhæfingu viðbúnaðar við alþjóðleg viðmið, rekstur viðbúnaðar- og geislamælikerfa og annað því tengt“. Þessu hlutverki sinna Geislavarnir með uppbyggingu og viðhaldi hæfni á sviði viðbúnaðar.

Þá segir í 5. gr. m.a.: „Geislavarnir ríkisins skulu annast [… v]öktun og rannsóknir á geislavirkum efnum í matvælum og umhverfi“. Niðurstöður vöktunarmælinga Geislavarna eru birtar á vef stofnunarinnar og rannsóknaniðurstöður í skýrslum á viðeigandi vettvangi.

Almennt um viðbúnað við geislavá

Geislavirkni í andrúmslofti

Vöktun á geislavirkum efnum í matvælum og umhverfi

Stoðrit/viðmiðunarrit um viðbúnað

Opið aðgengi almennings að vöktunargögnum

Ýmis gögn sem safnað er vegna vöktunarinnar eru flutt yfir á FTP svæði stofnunarinnar þar sem þau eru aðgengileg almenningi. Á þessu svæði má nálgast gögn jafnóðum og þeim er safnað. Smellið hér (FTP) til að nálgast gögnin (ftp://opid-ftp.gr.is; notandi: almenningur; skiljið lykilorð eftir autt).