Í byrjun 2005 var stefnumiðað árangursmat (Balanced Scorecard) tekið í notkun sem stjórntæki hjá Geislavörnum ríkisins. Stefna stofnunarinnar var mótuð og sett fram í stefnukorti ásamt markmiðum. Mælikvarðar til þess að meta árangur vegna einstakra markmiða og aðgerðaráætlun voru settir fram í skorkorti.

Árleg könnun á viðhorfum viðskiptavina stofnunarinnar til veittrar þjónustu er mikilvægur hluti í mati á árangri og var fyrst framkvæmd árið 2005. Könnunin núna nær til viðskiptavina sem voru í samskiptum við stofnunina á árinu 2007.

Könnunin var send til 147 viðskiptamanna og svöruðu 63 eða um 43%. Svarhlutfallið núna er það lægsta til þessa. Viðhorf viðskiptavina stofnunarinnar til einstakra þátta í þjónustu hennar er almennt mjög jákvætt en aðeins 2 – 6 % viðskiptavina hafa neikvætt viðhorf til þjónustunnar.

Einn mikilvægasti hlutinn í svörum viðskiptamanna eru ábendingar og tillögur þeirra varðandi einstaka þætti í starfsemi stofnunarinnar. Stofnunin telur þessar ábendingar og tillögur mjög mikilvægar og er alltaf tekið tillit til þeirra í öllu umbótastarfi.

Stofnunin vilja vekja athygli á að ábendingum um hvað eina er varðar starfsemi stofnunarinnar má einnig koma á framfæri í gegnum ábendingarsíðu á vefsetri stofnunarinnar. Þar er hægt að senda stofnuninni ábendingar og/eða tillögur, bæði undir nafni og nafnlaust. Slóðin er: www.geislavarnir.is/abendingar/

Geislavarnir færa öllum þeim er þátt tóku í könnuninni bestu þakkir og sérstaklega er þakkað fyrir tillögur og ábendingar sem nýtast vel til að bæta þjónustu stofnunarinnar.

Hlekkur á eldri fréttir – 18.06.2007

GE – 24.06.2008