Í  töflunni hér fyrir neðan er hægt að sjá landsviðmið sem sett hafa verið á Norðurlöndunum og meðalgeislaskammta í tölvusneiðmyndatækjum á Íslandi (ártal innan sviga).  Meðalgeislaskammtur á að jafnaði að vera lægri en landsviðmið.  Landsviðmið fyrir tölvusneiðmyndarannsóknir á Íslandi eru í vinnslu.

Landsviðmið á Norðurlöndum CTDI
[mGy]
DLP [mGycm] Geislaálag [mSv]
Danmörk (2015) 58 930 2,1*
Noregur (2014) 70 1000 2,1
Svíþjóð (2015) 59 990 2,1
Finnland (2013) 55 800 1,7
Meðalgeislaskammtur í TS (ár)
Ísland, tæki A (2015)  92 1485 3,1
Ísland, tæki B (2016)  68 1219 2,6
Ísland, tæki C (2016)  45  714  1,5
Ísland, tæki D (2016) 1297 2,7
Ísland, tæki E (2016) 31 500 1,0
Ísland, tæki F (2017) 55 993 2,1
Ísland, tæki G (2017) 52 1008 2,1
Ísland, tæki H (2017) 54 1038 2,2
Ísland, tæki I (2017) 972 2,0
Ísland, tæki J (2017) 32,7 517 1,1
Ísland, tæki K (2017) 78,4 1223 2,6
Ísland, tæki L (2017) 54,5 858 1,8
Ísland, tæki M (2018) 1569 3,3
Danmörk (2014) 52 835 1,8
Noregur (2009) 62 870 1,8

* Danir nota annan umbreytistuðul (úr Appendix MSCT Dosimetry, guidelines on radiation dose to the patient. EU Sixth Framework Program of the European Commission, 2002-2006)

Landsviðmið er tala sem er sett út frá gögnum um geislaskammta frá mörgum notendum og stærð hennar er valin þannig að venjuleg rannsókn af meðalstórum sjúklingi á að gefa geislaskammt sem er undir landsviðmiði.  Þetta er því fyrst og fremst verkfæri til bestunar rannsókna á hverjum og einum stað.

Geislaskammtar fyrir tölvusneiðmyndarannsóknir eru gefnir upp í CTDI og DLP, en út frá þeim tölum má áætla geislaálag með umbreytistuðli.   Slíkir útreikningar gefa þó aðeins vísbendingu um geislaálag rannsókna en aldrei nákvæma tölu fyrir einstaka rannsókn.  Í töflunni er notaður umbreytistuðull úr ritinu RP-154   European Guidance on Estimating Population Doses from Medical X-Ray Procedures and annexes