Í  töflunni hér fyrir neðan er hægt að sjá landsviðmið fyrir lengdargeislun sem sett hafa verið á Norðurlöndunum og dæmigerða lengdargeislun í tölvusneiðmyndatækjum á Íslandi (ártal innan sviga).  Dæmigerð lengdargeislun á að jafnaði að vera lægri en landsviðmið.

Landsviðmið á Norðurlöndum CTDI

[mGy]

DLP [mGycm] Geislaálag [mSv]
Ísland (2019) 820 12,2
Danmörk (2015) 17 700 11,9*
Noregur (2014) 18 800 12,0
Svíþjóð (2015) 11 627 9,4
Finnland (2013) 12 560 8,4
Dæmigerð lengdargeislun** (ár)
Ísland, tæki A (2020) 917 19,8
Ísland, tæki B (2020)  – 894 13,4***
Ísland, tæki C (2020)  –  456  6,8
Ísland, tæki D (2020) 395 5,9
Ísland, tæki H (2017) 14,9 816 12,3
Ísland, tæki I (2017) 392,4 5,9
Ísland, tæki N (2018) 600,6 9,0
Ísland, tæki O (2018) 410 6,2

* Danir nota annan umbreytistuðul (úr Appendix MSCT Dosimetry, guidelines on radiation dose to the patient. EU Sixth Framework Program of the European Commission, 2002-2006)
** Dæmigerð lengdargeislun er byggð á miðgildi frá og með 2020, en fram að því var byggt á meðaltali
***Gildið er fyrir tveggja fasa rannsókn af kvið

Landsviðmið er tala sem er ákveðin út frá gögnum um lengdargeislun frá mörgum notendum og stærð hennar er valin þannig að lengdargeislun í venjulegri rannsókn af meðalstórum sjúklingi á að vera undir landsviðmiði.  Þetta er því fyrst og fremst verkfæri til bestunar rannsókna á hverjum og einum stað.

Geislaskammtastærðir fyrir tölvusneiðmyndarannsóknir eru computed tomography dose index (CTDI) og lengdargeislun (dose length product, DLP).  Út frá lengdargeislun má áætla geislaálag með umbreytistuðli.   Slíkir útreikningar gefa þó aðeins vísbendingu um geislaálag rannsókna en aldrei nákvæma tölu fyrir einstaka rannsókn/einstakling.  Í töflunni er notaður umbreytistuðull úr ritinu RP-154   European Guidance on Estimating Population Doses from Medical X-Ray Procedures and annexes