Frá því að grein um viðmiðunarmörk ICNIRP var gefin út 1998 hafa margar rannsóknir verið birtar um hugsanleg heilsufarsáhrif rafsegulsviða. Þessar rannsóknir eru til stöðugrar skoðunar með tilliti til þess hvort ástæða sé til að breyta eða staðfesta ráðleggingar um viðmiðunarmörk.

Í ágúst 2009 gaf ICNIRP út yfirlýsingu um að ráðleggingar varðandi geislun fjarskiptasenda væru enn í fullu gildi.  Einnig er von á yfirlýsingu frá norrænum geislavarnastofnunum um sama efni fyrir miðjan nóvember.

Yfirlýsingin nær til rafsegulsviða með tíðni 100 kHz til 300 GHz  og þar með nær hún til farsíma og farsímasenda.

Yfirlýsingu ICNRIP má finna hér:

http://www.icnirp.de/documents/StatementEMF.pdf

Einnig má finna glærukynningu á íslensku um þessi viðmiðunargildi á vefsíðu Geislavarna:

/media/fraedsluefni/Geislun_farsimar_og_farsimamostur.pdf