(Ljósmynd: Magnús Á. Sigurgeirsson)

Mjólkurkýr, Bolungarvík

Gefin hefur verið út ný skýrsla á vef Geislavarna: Vöktunarmælingar Geislavarna ríkisins 2013 og 2014 / Radioactivity in the environment and food in Iceland 2013 and 2014. Í henni eru teknar saman niðurstöður reglubundinna mælinga Geislavarna ríkisins á styrk geislavirks sesíns (Cs-137) í andrúmslofti, úrkomu, mjólk, lambakjöti, sjó, fiski, þangi ofl. umrædd ár. Einnig eru í skýrslunni birt myndrit sem sýna allviðamiklið yfirlit yfir vöktunarmælingar stofnunarinnar allt frá 1986 og má þar greina hve styrkur Cs-137 í nokkrum flokkum sýna hefur lækkað frá upphafi mælinga.