gammastod_bol_2006_minniGefin hefur verið út ný skýrsla á vef Geislavarna: Vöktunarmælingar Geislavarna ríkisins 2015 / Radioactivity in the environment and food in Iceland 2015. Í henni eru teknar saman niðurstöður reglubundinna mælinga Geislavarna ríkisins á styrk geislavirks sesíns (Cs-137) í andrúmslofti, úrkomu, mjólk, lambakjöti, sjó, fiski, þangi ofl. á síðasta ári.

Geislavarnir ríkisins annast reglulegar mælingar á geislavirkum efnum í matvælum og umhverfi og fylgjast þannig með því að styrkur þeirra sé innan eðlilegra marka. Markmið þessara vöktunarmælinga er jafnframt að afla gagna sem nýta má til að auka skilning á hegðun geislavirkra efna í umhverfinu.

Í skýrslunni eru m.a. myndrit sem sýna allviðamikið yfirlit yfir vöktunarmælingar stofnunarinnar allt frá 1986 og má þar greina hve styrkur Cs-137 í nokkrum flokkum sýna hefur lækkað frá upphafi mælinga.