Loading...
Geislavarnir ríkisins 2016-11-04T07:23:32+00:00
Umsóknir og tilkynningar
Gammageislun
Útfjólublá geislun
Hafðu samband

FRÉTTIR

Ljósabekkir og lýðheilsa

04.07.2017|0 Comments

Í nýrri skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) segir að notkun ljósabekkja til sólbaða í fegrunarskyni undanfarna áratugi hafi valdið aukinni tíðni húðkrabbameina. Einnig hefur aldur þeirra sem fá slík krabbamein í fyrsta sinn lækkað. Notkun ljósabekkja er talin valda meira en 10 þúsund tilfellum af sortuæxlum árlega og meira en 450 þúsund tilfellum af öðrum húðkrabbameinum í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu samanlagt. Skaðleg áhrif ljósabekkja eru þannig vel þekkt og því er nauðsynlegt að takmarka notkun þeirra sem mest.

Könnun á notkun öflugra leysa og IPL tækja

29.06.2017|0 Comments

Geislavarnir ríkisins standa um þessar mundir fyrir könnun á notkun öflugra leysa og IPL tækja á snyrtistofum. Slík tæki eru notuð í auknum mæli, en vegna þess að tækin geta valdið skaða á augum og húð krefst notkun þeirra sérstakrar þekkingar og þjálfunar þeirra sem þau nota.

Geislavarnir eru fyrirmyndarstofnun 2017

18.05.2017|0 Comments

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 voru nýlega kynntar. Geislavarnir ríkisins eru þess heiðurs aðnjótandi að vera í hópi þeirra stofnana þar sem starfsánægja starfsmanna er hvað mest. Stofnunin var valin í hóp Fyrirmyndastofnana 2017 og lenti auk þess í þriðja sæti í flokki minni stofnana í könnuninni.

Páskasólin getur verið sterk – aðgát ráðlögð

06.04.2017|0 Comments

Páskar eru nú óvenju seint á árinu og þess vegna er sól hærra á lofti en oft áður um páska. Sólargeislarnir eru sterkari og því ástæða til að minna á notkun sólgleraugna og sólarvarnar. Geislavarnir minna á skaðsemi útfjólublárrar geislunar og benda á fræðsluefni þar um.

VINSÆLT FRÆÐSLUEFNI

GAMMAGEISLUN

Bolungarvík

Graf af mælingum frá Bolungarvík

Skoða mælingar fyrir Bolungarvík

Raufarhöfn

Graf af mælingum frá Raufarhöfn

Skoða mælingar fyrir Raufarhöfn

Reykjavík

Skoða mælingar fyrir Reykjavík

Höfn í Hornafirði

Höfn í Hornafirði

Skoða mælingar fyrir Höfn í Hornafirði