FRÉTTIR
IAEA gefur ráð um förgun geislavirkra efna
Fyrir stuttu komu til landsins tveir sérfræðingar frá IAEA sem hafa langa reynslu af ráðgjöf og aðstoð við undirbúning og framkvæmd förgunar á geislavirkum efnum eins og þeim sem bíða förgunar hjá LSH.
Námskeið á vegum GR í mars og apríl 2019
Þrjú námskeið verða haldin á næstunni á vegum Geislavarna ríkisins, tvö námskeið verða haldin í mars og eitt í apríl.
Mælingar á rafsegulsviði frá farsímasendum
Geislavarnir ríkisins gerðu 51 mælingu á rafsegulsviði frá farsímasendum á 16 stöðum sumarið 2018 í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun. Niðurstöður mælinganna sýndu að styrkur rafsegulsviðsins var í öllum tilvikum langt innan viðmiðunarmarka ICNIRP fyrir almenning. Með hliðsjón af þessum niðurstöðum telja Geislavarnir ríkisins að ekki sé, að svo stöddu, tilefni til frekari aðgerða eða mælinga á styrk rafsegulsviðs frá farsímasendum á Íslandi.
NKS málstofa
Dagana 15-16 janúar sl. var haldið málþing á vegum Norrænna kjarnöryggisrannsókna (Nordisk Kernsikkerhedsforskning, NKS) sem bar yfirskriftina „Nordic Nuclear and Radiation Risk Estimates - Advances and Uncertainties“.