Umsóknir og tilkynningar
Gammageislun
Útfjólublá geislun
Hafðu samband
Afgreiðsla Geislavarna ríkisins er lokuð tímabundið vegna Covid-19. Vinsamlegast hringið í 440-8200 ef þið eigið erindi á stofnunina.

FRÉTTIR

  • Ljósabekkur (Mynd: WHO)

Ljósabekkjanotkun á Íslandi minnkar milli ára

26.11.2020|0 Comments

Hlutfall fullorðinna sem höfðu notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu 12 mánuðum er nú komið niður í um 6%, miðað við 11% í fyrra. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá því að kannanir hófust árið 2004.

Geislavarnir ríkisins fyrirmyndarstofnun árið 2020 

22.10.2020|0 Comments

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2020 sem gerð var á vegum Sameykis, stéttarfélags í almannaþjónustu voru kynntar 14. október 2020. Könnunin er unni í samstarfi við Fjármála- og efnahagsráðuneytið og náði til um 12 þúsund starfsmanna.  Geislavarnir ríkisins urðu þess heiðurs aðnjótandi að vera í hópi þeirra stofnana þar sem starfsánægja starfsmanna er hvað mest. Stofnunin lenti í öðru sæti minni ríkisstofnana og hlýtur þar með nafnbótina Fyrirmyndarstofnun 2020. 

  • Fánar Norðurlandanna og merki Geislavarna ríkisins

Norrænt samstarf um ójónandi geislun

12.10.2020|0 Comments

Á síðustu vikum hafa geislavarnastofnanir Norðurlandanna haldið rafræna vinnustofu um ójónandi geislun. Lykilfyrirlesararnir voru Dr. Eric van Rongen varaforseti Alþjóða geislavarnarráðsins fyrir ójónandi geislun (ICNIRP) og Dr. Emilie van Deventer yfirmaður geislunar og heilsu hjá Alþjóða heilbrigiðismálastofnuninni (WHO). Þá hittust norrænir vinnuhópar um rafsegulsvið (EMF), leysa, útfjólubláa geislun (UV) og notkun ójónandi geislunar í fegrunarskyni, og fóru yfir helstu málin á hverju sviði. Þátttakendur voru sammála um að vinnustofan hefði tekist vel. Því má ætla að norrænt samstarf muni í auknum mæli fara fram í gegnum fjarfundarbúnað og vonandi stuðla að því að gera gott samstarf enn betra.

PÓSTLISTI

Skráning á póstlista

Fylltu út reitina að neðan til að skrá þig á póstlista Geislavarna ríkisins. Við sendum þér þá fréttatilkynningar okkar.FLÝTILEIÐIR