Umsóknir og tilkynningar
Gammageislun
Útfjólublá geislun
Hafðu samband

FRÉTTIR

Viðbragðsáætlun vegna CBRNE atvika

21.10.2019|0 Comments

Lokið er gerð fyrstu útgáfu Viðbragðsáætlunar vegna CBRNE atvika (Chemical, Biological, Radiological, Nuclear, Explosives) en undir þessa skilgreiningu flokkast atvik er varða lýðheilsuógnir af völdum efnamengunar, sýkla og geislunar. Markmið áætlunarinnar er að auka almenna og sérhæfða þekkingu á atvikum af þessum toga og tryggja þannig hnökralaus viðbrögð í þeim tilgangi að lágmarka áhrif smits/mengunar/geislunar og annarra óvæntra atvika og vernda þannig lýðheilsu og umhverfi.

  • Fánar Norðurlandanna og merki Geislavarna ríkisins

Norrænn fundur um læknisfræðilega notkun geislunar

24.09.2019|0 Comments

Árlegur fundur Norrænu geislavarnastofnananna um læknisfræðilega notkun geislunar (Nordic Group for Medical Application - NGMA) var haldinn hjá dönsku geislavörnunum í lok ágúst sl. Tveir fulltrúar frá hverju landi sátu fundinn sem stóð yfir í tvo daga. Starfsemi hópsins hefur m.a. leitt til útgáfu á Norrænum ritum, yfirlýsingum og leiðbeiningum í gegnum árin. Geislavarnir ríkisins sjá um vefsíðu hópsins en hún er http://nordicxray.gr.is/. Eins er hægt að nálgast efnið á vef Gr.

Skýrsla Íslands um kjarnöryggi

12.08.2019|0 Comments

Geislavarnir ríkisins hafa lagt fram skýrslu Íslands um kjarnöryggi fyrir 8. rýnifund alþjóðasáttmála um kjarnöryggi (Convention on Nuclear Safety, CNS) sem haldinn verður í höfuðstöðvum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) 23. mars til 3. apríl 2020. Samningurinn

  • Sólsetur

Sólin í sumarfríinu

22.07.2019|0 Comments

Um þessar mundir er útfjólublár styrkur sólargeislunar í hámarki á Íslandi en það er svokallaðar UV-stuðull sem segir okkur til um styrk útfjólublárrar geislunar frá sólu. UV-stuðullinn er ekki aðeins breytilegur eftir árstíma heldur einnig yfir daginn og nær hann hámarki í kringum hálf tvö á daginn. Sé UV-stuðullinn 3 eða hærri þá er þörf á að verja sig fyrir geislum sólar. Sé stuðullinn 2 eða hærri þá getur verið þörf á sólarvörn ef verið er lengi úti í sólinni eða ef um viðkvæma húð er ræða. Daglega eru birtar tölur um áætlaðan styrk útfjólublárrar geislunar á Íslandi á vef Geislavarna á slóðinni uv.gr.is.

PÓSTLISTI

Skráning á póstlista

Fylltu út reitina að neðan til að skrá þig á póstlista Geislavarna ríkisins. Við sendum þér þá fréttatilkynningar okkar.FLÝTILEIÐIR