Umsóknir og tilkynningar
Gammageislun
Útfjólublá geislun
Hafðu samband

FRÉTTIR

Námskeið á vegum Gr í mars

12.02.2020|0 Comments

Geislavarnir ríkisins (Gr) halda reglulega námskeið fyrir ábyrgðarmenn og tæknimenn geislatækja og geislavirkra efna. Tvö námskeið verða haldin í mars, annað er fyrir ábyrgðarmenn og tæknimenn lokaðra geislalinda og hitt er fyrir ábyrgðarmenn og tæknimenn röntgentækja í læknisfræði.

Handbók fyrir viðbragðsaðila, hættuleg efni – CBRNE

24.01.2020|0 Comments

Lokið er við að þýða og staðfæra handbók fyrir viðbragðsaðila um CBRNE atvik. Þessi handbók er afurð norræns samstarfsverkefnis, sem byggir á Haga yfirlýsingunni og var gerð af fulltrúum slökkviliða, björgunarsveita, heilbrigðisstofnana og lögreglu í Svíþjóð og í Noregi. Íslenska útgáfan er aðgengileg á vef embættis landlæknis. Henni er ætlað að vera stuðningur við starf íslenskra viðbragðsaðila frá því útkall berst og þar til allra fyrstu verkefnum á vettvangi er lokið.

Nýtt rit: Geislavarnir við röntgenmyndgreiningu í iðnaði – NDT

23.12.2019|0 Comments

Leiðbeiningar sem fjalla um helstu þætti sem snúast að notkun röntgengeislunar við efnisrannsóknir og efnisprófanir í iðnaði (e. industrial radiography), sem á ensku er nefnd „Non Destructive Testing„ skammstafað NDT, einnig nefnd röntgenmyndgreining í iðnaði, s.s. leyfisveitingar, menntun og þjálfun starfsmanna, nauðsynlegt gæðaeftirlit og kröfur til aðstöðu og tækjabúnaðar. Ritið endurspeglar bæði alþjóðlegar og evrópskar reglur um þetta efni og breytingar sem orðið hafa á þeim undanfarin ár.

Ljósabekkjanotkun á Íslandi óbreytt á milli ára

05.12.2019|0 Comments

Árlegri könnun á notkun ljósabekkja á Íslandi er nýlega lokið. Könnunin er framkvæmd af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins. Niðurstöðurnar sýndu að um 11% fullorðinna höfðu notað ljósabekki einu sinni eða oftar á síðustu 12 mánuðum, en ekki reyndist vera marktækur munur á ljósabekkjanotkuninni á milli ára. Könnunin hefur verið framkvæmd árlega frá árinu 2004. Á þessu tímabili hefur dregið mjög verulega úr notkun ljósabekkja. Fólki er ráðlagt að nota ljósabekki ekki vegna aukinnar hættu á húðkrabbameini.

PÓSTLISTI

Skráning á póstlista

Fylltu út reitina að neðan til að skrá þig á póstlista Geislavarna ríkisins. Við sendum þér þá fréttatilkynningar okkar.FLÝTILEIÐIR