Loading...
Geislavarnir ríkisins 2017-11-03T14:04:08+00:00
Umsóknir og tilkynningar
Gammageislun
Útfjólublá geislun
Hafðu samband

FRÉTTIR

Leysibendar eru ekki leikföng!

11.12.2017|0 Comments

Vegna slyss sem varð við notkun leysigeisla, þar sem ungur drengur varð fyrir alvarlegum augnskaða vilja Geislavarnir ríkisins árétta að leysibendar eru ekki leikföng og skora á foreldra og aðra aðstandendur um að koma í veg fyrir að börn leiki sé með þá. Leysibendar geta valdið alvarlegum augnskaða á örstund sé geislanum beint að auga eins og dæmin sanna.

Notkun ljósabekkja breytist lítið milli ára

05.12.2017|0 Comments

Capacent-Gallup hefur fylgst með ljósabekkjanotkun á Íslandi með árlegum könnunum fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis Landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins frá árinu 2004. Á þessu tímabili hefur dregið mjög verulega úr notkun ljósabekkja. Árið 2004 höfðu um 30%  fullorðinna notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði en frá árinu 2013 hefur þessi tala verið um 11%. Kannanirnar sýna einnig að ljósabekkjanotkun ungmenna, 12–24 ára, hefur minnkað töluvert undanfarin ár. Árið 2004 höfðu um 38% aðspurðra notað ljósabekki í einhverjum mæli síðustu 12 mánuði en sá hópur var kominn niður í 21% árið 2016.

Skýrsla Íslands til 6. rýnifundar alþjóðasamnings um geislavirkan úrgang

01.11.2017|0 Comments

Á næsta ári verður haldinn 6. rýnifundur alþjóðasamnings um öryggi við meðhöndlun notaðs eldsneytis kjarnaofna og geislavirks úrgangs. Geislavarnir ríkisins skiluðu skýrslu Íslands til 6. fundarins 23. október sl. Hún var þá jafnframt birt á vef stofnunarinnar og má sjá skýrsluna hér (á ensku).

Uppruni Ru-106 í andrúmslofti enn óþekktur

26.10.2017|0 Comments

Eins og greint hefur verið frá hefur snefill af geislavirka efninu rúþen-106 (Ru-106) mælst í andrúmslofti víðsvegar um Evrópu á síðustu vikum, og raunar víðar. Ekki hefur reynst unnt að rekja efnið til ákveðinnar uppsprettu, þrátt fyrir viðleitni Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) og einstakra aðildarríkja hennar. Hvergi hefur þótt ástæða til að grípa til varúðarráðstafana vegna þessa, enda áætlað geislaálag á almenning mjög langt undir þeim mörkum sem miðað er við. Efnið hefur ekki mælst á Íslandi.

VINSÆLT FRÆÐSLUEFNI

GAMMAGEISLUN

Bolungarvík

Graf af mælingum frá Bolungarvík

Skoða mælingar fyrir Bolungarvík

Raufarhöfn

Graf af mælingum frá Raufarhöfn

Skoða mælingar fyrir Raufarhöfn

Reykjavík

Skoða mælingar fyrir Reykjavík

Höfn í Hornafirði

Höfn í Hornafirði

Skoða mælingar fyrir Höfn í Hornafirði